148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:44]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf):

Herra forseti. Það er svo sannarlega ástæða til þess að vona að það takist að rífa samkomuna upp úr þessum hjólförum. Þetta nær náttúrlega engri átt og við náum engum árangri með þessu áframhaldi.

Mig langar til að leyfa mér að geta þess að af hálfu okkar flokks, Flokks fólksins, eru hér nokkur mál sem við höfum haft metnað til að fái afgreiðslu. Það er eins og hv. þingmaður gat um rétt áðan að við erum með þetta svokallaða frítekjumark sem við óskum eftir að verði beinlínis fellt niður þannig að fólk geti í krafti sjálfsbjargarviðleitni bætt hag sinn með vinnu. Við viljum að styrkir sem fólk fær til að kaupa heyrnartæki og alls konar stuðningstól og tæki sem fólk þarf á að halda vegna örorku eða elli séu ekki reiknaðir sem tekjur. Við viljum sömuleiðis að tekjur sem ekki duga fyrir framfærslu séu (Forseti hringir.) ekki skattlagðar. Þetta eru málin sem við erum að beita okkur fyrir í þessari lotu. Ég leyfi mér að vona að hæstv. forseti (Forseti hringir.) taki sér stöðu með okkur og veiti okkur liðsinni við það að koma þeim málum áfram.