148. löggjafarþing — 62. fundur,  28. maí 2018.

aðgerðir vegna stöðu sauðfjárbænda.

[16:03]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég held að hæstv. ráðherra landbúnaðarmála hafi að einhverju marki misskilið áhyggjur mínar af eftirlitshlutanum hvað hreinleika matvæla varðar. Ég hafði ekki í fyrirspurn minni áhyggjur af innlendum framleiðendum, heldur af því hvernig eftirliti er háttað með þeirri erlendu framleiðslu sem flutt er til landsins. Áhyggjur mínar liggja þar.

Ég komst ekki á þann ágæta fund í ráðuneytinu sem hæstv. ráðherra vísaði til. Þær fréttir sem ég fékk af honum voru á þann veg að þar hefði verið farið ágætlega yfir mögulegar mótvægisaðgerðir, þótt þær séu ekki farnar að birtast, en að hreinleikaatriðið hafi mjög lítið verið til umræðu.

Ég hef áhyggjur af því að eftirlitið á upphafspunkti hinna innfluttu matvæla sé á köflum brogað. (Forseti hringir.) Það er það sem ég vil gjarnan fá upplýsingar um frá ráðherra, hvernig mögulegu inngripi verði háttað.