148. löggjafarþing — 63. fundur,  29. maí 2018.

Afbrigði um dagskrármál.

[15:21]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að tala um þetta plagg sem við fengum í morgun. Þetta eigum við að ræða núna. Gömlu persónuverndarlögin vernduðu t.d. ekki lífeyrisþega, ekki á nokkurn hátt, hvorki lífeyrisþega né maka þeirra. Þess vegna er mjög mikilvægt að við förum vel í gegnum þetta frumvarp og tryggjum að um þá sem eru undir verndarvæng Tryggingastofnunar ríkisins gildi persónuverndarlög. Og einnig þarf að taka á sjúkraskrárupplýsingum. Eitt það versta sem menn geta lent í er þegar sjúkraskrárupplýsingar eru misnotaðar á vegum tryggingafélaga og þau komast upp með það. Það gerðu gömlu persónuverndarlögin. Þess vegna verðum við að vanda okkur með þetta frumvarp um persónuvernd og fara vel ofan í það þannig að við getum tryggt að fólk geti verið öruggt um að persónuupplýsingar þeirra séu verndaðar.