148. löggjafarþing — 63. fundur,  29. maí 2018.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

622. mál
[16:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir mjög góða og upplýsandi ræðu um mál sem er kannski dálítið tæknilegt. Það er, eftir því sem ég best skildi, um það hvernig hlutirnir virka áður en þetta frumvarp verður samþykkt, hvernig það hefur áhrif á það. Ég myndi kannski vilja spyrja nánar út í það sem hv. þingmaður var að lýsa varðandi eina stoð, eins og hún er framkvæmd samkvæmt þessari lýsingu, hvaða áhrif hún hefur á rétt ESB-borgara og fyrirtækja gagnvart Íslandi og þjónustu sem Ísland veitir til dæmis ESB-borgurum eða öfugt, þ.e. hvort GDBR-löggjöfin hafi áhrif á íslenska ríkisborgara og fyrirtæki áður en við samþykkjum frumvarpið sem við erum að fjalla um núna. Ég spyr um ákveðið haldbært dæmi um það hvernig ég sem einstaklingur get sótt rétt minn gagnvart fyrirtækjum í Evrópu og hvernig evrópskur borgari getur sótt rétt sinn gagnvart íslenskum fyrirtækjum út af GDPR.