148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[14:32]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Við lifum athyglisverða tíma, eða ég læt það vera. Það hlýtur að særa sómakennd sérhvers manns sem hefur vott af réttlætiskennd eða sómakennd að þurfa að standa frammi fyrir aðstæðum sem þessum. Hvað ætli þær þúsundir einstaklinga séu að hugsa sem eru hugsanlega að fylgjast með þessari útsendingu heima í stofu? Það er einmitt umbjóðendur okkar, kannski fyrst og fremst aldraðir og öryrkjar. Þeir sem við eigum að vera að vinna fyrir og leiðrétta lökustu kjörin hjá. En nú munum við gefa eftir stórar upphæðir sem við gætum ráðstafað til þessa hóps. Við skulum nú hugsa okkur vel um. Þetta eru ekki vinnubrögð til sóma.

Heiður og sómi Alþingis. Þvílík öfugmæli.