148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[14:57]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Það hefur verið rætt talsvert um það hvernig mál komast hér á dagskrá. Ég er með fyrir framan mig tvö þingskjöl, annað er mál nr. 632, breytingar á veiðigjöldum, hitt er þingmál nr. 628, um leiðréttingu á lögum um meðferð sakamála. Síðara málið sem ég nefndi er flutt að mínu frumkvæði af hv. allsherjar- og menntamálanefnd og er um nauðsynlegar breytingar og leiðréttingar á lögum um meðferð sakamála. Samkvæmt skýringum hæstv. forseta ætti þetta mál að öllu réttu að vera á undan í dagskrá þingsins en umrætt veiðigjaldafrumvarp. Ég hlýt að spyrja: Hvaða hefð og venja er það sem skýtur þessum málum í þá röð sem hæstv. forseti hefur ákveðið að hafa hér í þinginu?