148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[15:31]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég segi: Virðing þingsins er farin. Eða það held ég. Ég skil ekki svona vinnubrögð. Ég held að almenningur þarna úti geti ekki á neinn hátt áttað sig á því hvers vegna í ósköpunum þarf að bjarga þeim á síðustu stundu sem hafa það langbest allra hér á landi, þeim sem eiga kvótann. Við erum að tala um að auka gróða þeirra. Í þeirra augum eru þetta örugglega smáaurar, 3 milljarðar. Í okkar huga stórir peningar. Ég segi fyrir mitt leyti: Ekki hleypa þessu inn. Það er alveg fáránlegt að láta almenning í landinu hlusta á þetta og verða samþykkt. Ef við viljum keppa að virðingu fyrir okkur hér á þingi segjum við nei og hættum þessu, tökum okkur saman, göngum frá málum og sínum hvert öðru virðingu. Það virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá ríkisstjórninni.