148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[15:40]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða stjórnarfrumvarp í dulargervi. Stjórnarfrumvarp í lítt sannfærandi dulargervi. Þetta er eiginlega nokkurs konar rauðhettufrumvarp. Við vitum alveg hver úlfurinn er í þessari sögu. Hér er um að ræða stjórnarfrumvarp í dulargervi um sérstakar ívilnanir til handa nokkrum af stöndugustu og ríkustu aðilum landsins. Þessir aðilar nýta sér sameiginlega auðlind landsmanna og eru þess vegna svona ríkir.

Ég sé ekki ástæðu til þess að greiða sérstaklega fyrir framgangi þessa máls.