148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[15:54]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú ræðum við að ríkisstjórnin er búin að ákveða að leggja fram frumvarp um lækkun veiðigjalda um 3 milljarða. Þetta er auðvitað svolítið skondið í stóra samhenginu. Rétt eftir kosningar skýst þetta mál hér inn. Menn hafa ekki haft kjark til þess að setja það inn fyrir kosningar, það er augljóst. Þetta er skondið, einkum ef maður lítur til stefnu Vinstri grænna. Búið er að lækka bankaskattinn um 8 milljarða. Búið er að lækka tekjuskattinn um 1% yfir línuna — yfir alla línuna, líka hjá þeim tekjuhæstu. Sá sem er með 5 millj. kr. á mánuði sparar sér tæpar 50.000 kr. á mánuði við það. Búið er að leggja Hugarafl niður og skilja skjólstæðinga þess eftir í rjúkandi rúst og óvissu, fullkominni óvissu. Og VG er sigað á stjórnarandstöðuna í nefndum þar sem góð mál eru rifin niður. Ég held að VG (Forseti hringir.) hljóti að vera með verkjum ef ekki óhljóðum undan þessu.