148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:05]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég minntist hér áðan á það að þetta væri eins og lélegur brandari að með VG í ríkisstjórn rétt fyrir þingfrestun, rétt áður en þingheimur fer í langt og æðislega fínt sumarfrí í boði þjóðarinnar, þá sé lækkun veiðigjalda troðið inn á dagskrá bakdyramegin. Þetta var eins og lélegur brandari, en er orðið eins og léleg bíómynd vegna alls þess tíma og allrar þeirrar orku sem fer í þetta. Það finnst mér mjög sorglegt. Mér finnst dapurlegt að tími þingsins, friðurinn og samkomulagið sem búið var að gera, skuli ekki vera hærra virtur af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar og forseta þingsins en raun ber vitni.