148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:10]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Já, lagsmaður, nafni minn, það er verið að þreyta okkur. En hvers vegna? Í hvaða tilgangi? Ég fer að spyrja mig að því: Er það vegna þess að það er verið að draga athygli frá því hvernig þeir koma fram í nefndum eins og með málið sem varðar eldri borgara og að þeir megi vinna og borga sína skatta en fái engar skerðingar, sem er hagkvæmt fyrir ríkið, hagkvæmt fyrir eldri borgarana? Hvers vegna má þetta ekki vera? Eða er það til að koma í veg fyrir, þeir vilji ekki einhverra hluta vegna leyfa skattlausa lyfjastyrki og aðra styrki vegna þess að þeim tekst með því að hafa það þannig að þetta eru platstyrkir sem skila engu heldur tapi fyrir viðkomandi einstaklinga að mestu leyti sem fá þetta? Eitthvað er á bak við þetta allt.

Ég trúi því ekki að Vinstri grænir séu svona rosalega hrifnir af útgerðinni allt í einu, þeir hafa ekki verið það hingað til, þannig að eitthvað annað er á bak við. Það væri gaman að vita hvað það er.