148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:15]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Það er ekkert gamanmál og ekki gert léttilega að vera hér í stjórnarandstöðu og greiða á síðustu metrunum atkvæði gegn lengri fundartíma þegar vitað er að mörg brýn og þörf mál eru í pípunum. En ég stend hér og ætla að nýta þann tíma sem ég hef til að gera grein fyrir þeirri ástæðu að ég er á rauða takkanum, sem og þingflokkur Viðreisnar. Ég vísa ábyrgðinni á þeirri stöðu alfarið á stjórnarliða, þar með talinn hæstv. forseta Alþingis, fyrir að hafa með vinnubrögðum sínum, samskiptaleysi, samráðsleysi og yfirgangi komið á þessari stöðu í dag. Ég minni á að fyrir utan það mál sem við höfum hér og við höfum ekki einu sinni skipst á skoðunum um, því að ég hef ekki enn séð einn stjórnarliða mæla því bót að þessi vinnubrögð séu viðhöfð, (Forseti hringir.) eru mörg önnur mál brýn sem bíða. Ábyrgðin á því er alfarið stjórnarliða.