148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

Afbrigði um dagskrármál.

[16:52]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Af hverju er þetta mál komið hingað? Af hverju er þetta þingmannamál? Við höfum ekki enn þá fengið svör við því. Af hverju er þetta þingmannamál þegar það er samið í sjávarútvegsráðuneytinu og hér situr sjávarútvegsráðherra og hlustar á okkur spyrja og þrefa um sömu spurninguna, sömu þræðina, sem liggja allt um kring í þessu máli? Getur enginn svarað okkur? Eða er þetta ein af þessum óskrifuðu reglum sem eru smátt og smátt að síast hér inn og eru alltumlykjandi?