148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[23:14]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að vona að bitni ekki á mér þá. Bara til að svara spurningu hv. þingmanns: Það er ekki gott. Það breytir í sjálfu sér engu. Ég held að við séum öll sammála um að málefnið er gott. Það var nauðsynlegt að setja aukna fjármuni í að bæta vegakerfið. Það er enginn pólitískur ágreiningur um það. (Gripið fram í.)— Það kann að vera að menn þurfi að endurmeta stöðu ákveðinna mála og málaflokka, en þá eiga menn auðvitað að gera þetta. Í þessu tilfelli hefði verið eðlilegt og rétt að koma með málið í þingsal sem fjárauka (Forseti hringir.) og leita eftir samþykki þingsins, þótt fjáraukinn muni síðan hverfa og fari vonandi á spjöld sögunnar.