148. löggjafarþing — 71. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[14:06]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það eru grundvallarmannréttindi að eiga húsnæði og mikilvægur þáttur í því að börn búi við öryggi og geti þroskast á farsælan hátt. Það hefur þó aldrei verið jafn dýrt að koma sér upp húsnæði og núna og Samfylkingin vill með tillögu sinni koma til móts við þennan hóp. Takið eftir því að þessi tillaga kostar svipað og það sem ríkisstjórnin taldi sig hafa svigrúm til, fyrir örfáum dögum, að lækka álögur á útgerðina í landinu um, stórútgerðina, og fólk sem ekkert hafði með þá fjármuni að gera. Nú er búið að fella allar tillögur Samfylkingarinnar. Eftir stendur nákvæmlega svo að segja þessi upphæð sem ríkisstjórnin og stjórnarliðar töldu sig geta fellt af útgerðinni. Ég trúi ekki að félagshyggjufólk hér í salnum styðji ekki við þetta mál.