148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

barnalög.

238. mál
[18:31]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að fagna því að við séum að greiða atkvæði um þetta miklar réttindamál og að það sé loksins að fá þessa afgreiðslu Alþingis. Þetta hefur margoft verið rætt hér í þinginu og við höfum fengið ýmsa aðila á fundi nefndarinnar. Hins vegar hefur verið bent á að það er eitt orð sem þarf að breyta í þessari grein svo að við breytum ekki réttindum þeirra sem höfðu réttindin fyrir. Ég boða breytingartillögu fyrir 3. umr. og mun hún birtast síðar í kvöld.