148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

afgreiðsla máls frá Miðflokknum.

[16:07]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Eins og kom fram í ræðu áðan er greinilegt að stjórnarflokkarnir eru ekki mjög lausnamiðaðir í þessu máli. Það er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að fara í atkvæðagreiðslu um þetta mál eins og önnur mál sem hafa verið hér á undan.

Ég held að alveg sé komið á hreint í mínu höfði að þingmenn Framsóknarflokksins vilja greinilega ekki greiða atkvæði í málinu af því að þeir eru í grunninn sammála því en geta ekki hugsað sér að greiða atkvæði með því og geta ekki heldur hugsað sér að vera á rauðu. Ég er eiginlega búinn að finna það út, þótt ég hafi heyrt það oft í dag. Mér þykir það skrýtin niðurstaða ef satt er en ég er næsta viss um að þetta er rétt.