Bráðabirgðaútgáfa.

148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

barnalög.

238. mál
[19:09]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögu við 2. gr. frumvarpsins, á 1. mgr. 21. gr. laganna. Hún orðist svo:

„Dómsmál til vefengingar á faðerni barns geta höfðað barnið sjálft og móðir þess, einnig sá sem skráður er faðir barns samkvæmt 2. gr. eða maður sem telur sig föður barns.“

Hér kemur breytingin, tæknilegt atriði sem við erum að laga í þessari breytingartillögu:

„Sé faðir eða sá sem taldi sig föður barns látinn geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað slíkt mál..“

Þetta er tæknileg breyting til að greinin gangi upp frá þeim markmiðum laganna.