149. löggjafarþing — 4. fundur,  14. sept. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:52]
Horfa

Forseti (Bryndís Haraldsdóttir):

Forseti vill árétta að samkomulag liggur fyrir um fyrirkomulag umræðunnar. Ráðherra hefur fimm mínútur til framsögu, svo getur einn þingmaður frá hverjum þingflokki beint fyrirspurn til ráðherra og hefur til þess tvær mínútur tvisvar sinnum. Þó geta þingflokkar ákveðið að tveir þingmenn tali frá flokki og fái þá aðeins tvær mínútur hvor. Andsvör verða ekki leyfð.

Forseti hvetur bæði ráðherra og þingmenn til að virða tímamörkin eins og kostur er.