149. löggjafarþing — 6. fundur,  18. sept. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[18:31]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit nú ekki hverju er við þetta að bæta. Það hlýtur hverjum og einum að vera frjálst leggja út af þeim skilningi sem honum virðist mega greina í þeim málflutningi sem hafður er uppi. Frá mínum bæjardyrum séð þá skiptir það mjög miklu máli að hér búum við við fyrirkomulag þar sem skattstefna stjórnvalda getur haft áhrif án þess að ætlast sé til þess eða að það sé hluti af stjórnarstefnunni. Í mínum huga vegur þetta mjög þungt.

Ég hef sagt að þetta geti vegið eitthvað léttar hjá öðrum og ég hef engu sérstöku við það að bæta. Ég hef ekki veitt því athygli að hv. þm. Ólafur Þór Gunnarsson hafi beitt sér af neinum sérstökum vaskleika í þágu heimilanna þegar kemur að þessum skaðlegu áhrifum en lengi skal manninn reyna. Hann á kannski eftir að leggja því máli lið þótt síðar verði.