149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

erfðafjárskattur.

10. mál
[17:59]
Horfa

Flm. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Frú forseti. Nú er það því miður þannig að möguleikar óbreytts þingmanns til að gera kostnaðarmat á þeim tillögum sem hann leggur fram eru takmarkaðir. Það er hins vegar alveg ljóst og ég hygg að ég hafi bent á það í framsöguræðu minni að þetta mun hafa töluverð áhrif á tekjur ríkisins. Ég geri ráð fyrir því að það sé a.m.k. helmingur þeirra tekna sem gert er ráð fyrir, þ.e. þær muni lækka um helming. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni, samkvæmt mínum upplýsingum er langstærsti hluti þeirra dánarbúa sem koma til skipta undir þessum fjárhæðarmörkum. Það er hins vegar ekki heildarfjárhæðin endilega sem er meiri, stærri búin skila auðvitað (Forseti hringir.) mun meiru.