149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

sjúkratryggingar.

11. mál
[19:19]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég skal fræða hv. þingmann um að ég er, eins og hv. þingmaður, að reyna að skilja þetta mál til hlítar. Ég skil efnislega þetta tiltekna frumvarp ágætlega enda er það, eins og hv. þingmaður fór yfir, ekkert ægilega stórt eða flókið frumvarp, en undirliggjandi hugmyndafræðina er ég að reyna að skilja aðeins betur hérna í samtölum og gengur ekkert voðalega vel við það.

Það sem mér finnst sjálfum um það hvernig þetta þurfi að vera er háð því að við ætlum að hafa hérna heilbrigðiskerfi sem allir hafa sama aðgang að og sé ódýrt, þ.e. þannig að fólk hafi efni á að nýta þá þjónustu og ríkið. Hvernig myndi hv. þingmaður svara því? Ég legði til, í viðtengingarhætti, athugaðu, að með því að hafa hagnað af þessari þjónustu sem er keypt af ríkinu fari óhjákvæmilega meiri peningur frá skattgreiðendum í það. (Forseti hringir.) Getur ríkið sparað (Forseti hringir.) pening ef sú heilbrigðisstofnun sem veitir þjónustu sem ríkið á að veita er aukalega hagnaðardrifin?