149. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2018.

um fundarstjórn.

[15:28]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég kem hérna aftur upp til þess að tjá mig um það að ég áttaði mig ekki alveg á þessari föðurlegu útskýringu hv. þm. Birgis Ármannssonar, en ég á sjálfsagt eftir að gera það. Mér fannst ágætt að heyra í hæstv. ráðherra tala um að þetta væri óheppilegt.

Auðvitað er þetta mjög óheppilegt en mér finnst sú útskýring kannski ekki heldur vera nógu góð. Þegar maður ræður sig í brúna á gömlu skipi, sem þjóðarskútan er, er mikil hætta á því að hún leki. Þessi leki var því í raun og veru fyrirséður. Ég hef ekki fleiri orð um það.