149. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2018.

breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum.

25. mál
[16:51]
Horfa

Flm. (Hanna Katrín Friðriksson) (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir og gott að vita að það er alltaf hægt að treysta á skemmtilega vinkla þegar maður ræðir mál hér í þingsal við hann. Aðeins varðandi hamingjuóskirnar og að tengja það við það sem hv. þm. Andrés Ingi Jónsson kom inn á áðan — það er kannski nákvæmlega það, það er ekkert fast í hendi með vinnu ráðuneytisins en við höfum það hér fast í hendi hvað við gerum. Í því liggur munurinn, grundvallarmunur.

Þessi hugleiðing um áhrif á launakjör kynjanna er svolítið skemmtileg — maður getur hugsað hvort þetta sé einn angi af því sem er hverfandi, en við þekkjum öll „hann hefur fyrir fjölskyldu að sjá“. — (Gripið fram í.) Akkúrat. Mjög áhugavert. Ég hef eiginlega ekki fleiri orð um þetta. Þetta er skemmtileg hugleiðing. Vonandi verður umræðan aðeins á þessum nótum í nefndavinnslunni. Þetta er skemmtilegt og kemur inn á mál sem okkur er öllum, held ég, mjög hugleikið.