149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

kostir og gallar aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

159. mál
[14:37]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mál þetta er allt með miklum ólíkindum. Sams konar skýrslubeiðni var samþykkt á síðasta þingi. Við umræður þar kom mjög skýrt fram, m.a. af hálfu þess sem hér talar, að það væri algjörlega óframkvæmanlegt að vinna skýrslubeiðni af því umfangi sem þá var lögð fram á þeim tíma. Var varað mjög eindregið við því að menn legðu af stað í þá bráðræðisför.

Utanríkisráðherra tók málið hins vegar alvarlega og í sínar hendur og er búinn að koma því í ágætisfarveg. Ég skil satt að segja ekki hvað vakir fyrir hv. þingmanni og þingmönnum sem eru á málinu núna. Eru þeir að biðja um tvær skýrslur núna? Ég átta mig ekki á þessu. Þetta er nú ekki til að auka virðingu Alþingis.