149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

158. mál
[16:17]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fínar spurningar frá hv. þm. Þorsteini Víglundssyni. Ég tek undir það að þessi aðgerð er einmitt gerð til að jafna tækifæri fólks þar sem lengra er á markaðssvæðin.

Í þessu tilviki er framkvæmdin þannig að Byggðastofnun heldur utan um þetta. Menn sækja um, þurfa að senda inn reikninga og aldrei er greitt nema ákveðið hlutfall. Það er, eins og tiltekið er í lögunum, ákveðin hámarksupphæð þar fyrir utan. Þau dæmi sem hv. þingmaður nefndi koma aldrei hér til sögu.

Eins og ég fór yfir eru engin áform uppi um að hækka þær fjárheimildir, sem eru 175 millj. kr., minnir mig að ég hafi sagt, sem við höfum verið með í þessu heldur er meiningin í þessum breytingum að Byggðastofnun geti hækkað og lækkað hlutfallið til þess að við nýtum fjárheimildirnar. En það er engin pressa á að hækka þær fjárheimildir.

Að öðru leyti vísa ég til skýrslunnar sem skilað var til þingsins í vor um hvernig þetta var útfært á árinu 2017.