149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

umferðarlög.

219. mál
[17:11]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir andsvarið. Svo háttar til að í þessu landi er til skilgreining á því hvað er löglegt og hvað ólöglegt. Ef menn neyta ólöglegra vímuefna er klárlega verið að brjóta lög. Það hljóta að vera sérstök viðurlög við því. Fólk getur fengið ávísað lyfjum gegn lyfseðli og er því sagt hvort það megi aka eftir að lyfin hafa verið tekið inn eða ekki. Svo er annað sem er löglegt.

Mér finnst þetta ekkert flókið. Við eigum að vera allsgáð undir stýri, þegar við keyrum ökutæki. Ég sé ekki að það sem hv. þingmaður nefnir skipti öllu máli, heldur eigum við bara að vera edrú undir stýri. Snýst þetta ekki um það?