149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

stofnun lýðháskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni.

30. mál
[17:27]
Horfa

Flm. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni vangaveltur í seinna andsvari. Við erum komin áleiðis með að hanna námskrána í anda lýðháskóla. Mér finnst þetta frábær hugmynd og auðvitað er ekkert útilokað. Það er gjarnan þannig þegar maður fer af stað með svona hugmynd eftir samtal við aðila eins og Ungmennafélag Íslands að hún getur þróast í allar áttir. Það yrði þá bara í anda hugmyndafræði lýðháskólanna að tengja þetta frekar saman. Ég held það og ég hlakka til að skoða málið í hv. allsherjar- og menntamálanefnd út frá þessum þáttum og eins að fá umsagnir frá þessum aðilum.

Það er gjarnan þannig að maður fer af stað með eitthvert mál og svo bara líður tíminn. Þetta gerist oft svolítið hægt en eins og ég sagði er núna búið að leggja málið fram en ég hef ekki mælt (Forseti hringir.) fyrir því áður.