149. löggjafarþing — 31. fundur,  14. nóv. 2018.

svar við fyrirspurn.

[15:05]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Ég vona að hæstv. forseti fylgi þessu vel eftir því að saga þessa máls er með stökustu ólíkindum, eins og hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson rakti í grein sem birtist á Vísi í gær. Þetta mál hlýtur að slá öll met hvað varðar tafir, ekki bara í tímalengd heldur líka í þeim tilburðum sem hæstv. ráðherra, ekki hvað síst, hefur beitt til þess að tefja málið og þæfa það og reyna að láta það hverfa. Í ljósi þess hvernig á þessu öllu hefur verið haldið virðist manni þeim mun mikilvægara að þessi svör fáist.

Nú hvet ég hæstv. forseta til að beita sér fyrir því að svörin skili sér en ekki eingöngu að spyrja álits og fá það svar frá ráðuneytinu að það óski eftir enn frekari fresti.