149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða styrkingu Persónuverndar til að hún geti sinnt þeim verkefnum sem til hennar hafa fallið vegna nýju persónuverndarlöggjafarinnar. Tilefni og mikilvægi þeirrar löggjafar er mjög mikið og það er áhyggjuefni að Persónuvernd sé ekki betur í stakk búin og gerð til að framfylgja þeirri löggjöf þannig að ég bið vinsamlegast um stuðning.