149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:17]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Þessi ríkisstjórn gerir nú mjög góða hluti í samgöngumálum. Framlög til samgöngumála hafa verið aukin frá því á síðustu fjárlögum um 14% og í fyrri fjárlögum þessarar ríkisstjórnar var aukningin milli ára 10%. Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir 5 milljörðum í aukningu næstu þrjú árin á hverju ári.

Vissulega eru verkefnin næg. Við þekkjum það öll og mikil uppsöfnuð þörf. En við erum á góðri leið með að styrkja innviði landsins og við vitum að samgöngur eru grundvöllur þess að góð byggð sé vítt og breitt um landið og við þurfum auðvitað að skoða alla möguleika til þess að reyna að ná enn meira fjármagni til að hraða og flýta framkvæmdum. Ég held að það sé varla hægt að gera betur en við gerum núna nema við höldum bara áfram að toppa okkur sjálf í því sem við höfum verið að gera í tvennum síðustu fjárlögum þessarar ríkisstjórnar. (OH: Það er sem sagt verið að skera þau niður?)