149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

mál frá utanríkisráðherra.

[22:49]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Frú forseti. Ég minnist þess ekki sérstaklega að í þessu samkomulagi hafi verið talað um að fundur geti staðið fram yfir miðnætti, en kannski höfum eitthvað mismunandi upplifun af því. Og ég minnist þess satt að segja ekki að tekið hafi verið fram að þingheimur ætti að vera undir það búinn að bíða í rúman klukkutíma eftir að hæstv. ráðherra sæi sér fært að koma hingað og flytja mál sín.

Ég legg til, þar sem það er vitað að ekkert liggur á að flytja þessi mál, að fundi verði slitið og málin flutt seinna. Það er mjög einfalt að gera það, frú forseti. Ég fer eindregið fram á það að þessum skrípaleik sé hætt og fundi slitið.