149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:35]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Sú tillaga sem verið er að greiða atkvæði um núna á með réttu ekki að vera hér til umfjöllunar vegna þess að hér er verið að reyna að breyta öðrum lögum en verið er að fjalla um og kollvarpa lögum um stjórn fiskveiða. Ef þetta er dæmi um samráð, dæmi um það hvernig standa á að lagasetningu, þá erum við komin í smávandræði. Það er þess vegna ekki hægt annað en að segja nei við tillögu af þessu tagi, tillögu sem kollvarpar lögum um stjórn fiskveiða, lögum sem ekki er verið að fjalla um hér í dag.