149. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[18:32]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni ágæta tæknilega yfirferð yfir þetta mál. Ég saknaði þess, eins og kom reyndar fram í máli hv. þingmanns, að meira væri rætt efnislega um skynsemina í því að standa að þessari uppskiptingu. Fyrir liggja tillögur af ýmsu tagi um útgjaldaaukningu ríkissjóðs upp á 300 millj. kr., getum við kallað, tengt þessari uppskiptingu. Þegar við horfum til þess að heildarrekstrarkostnaður ráðuneytanna er 9 milljarðar eða þar um bil tel ég þetta vera umtalsverða fjármuni og endurspegla ákveðið virðingarleysi fyrir meðferð skattfjár, því að það er ekki sérstaklega sterkur rökstuðningur fyrir þessari uppskiptingu, hvorki í meirihlutaáliti hér í seinni umræðu né í málinu þegar það er lagt sérstaklega fram. Ég myndi vilja spyrja hv. þingmann: Hvað þykir honum um það þegar lagt er upp með 300 millj. kr. kostnaðarauka í rekstri Stjórnarráðsins án þess að fyrir liggi skýr markmiðasetning um það hverju það eigi að skila?