149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:26]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Efnahagslegar forsendur fjárlaga gera ráð fyrir því að verðbólga á næsta ári verði 3,6% og að bætur til elli- og örorkulífeyrisþega muni hækka um samsvarandi prósentu. Hér er lagt til að bætt verði við 1% til viðbótarhækkunar til að tryggja þessum viðkvæmasta hópi samfélagsins lágmarkskaupmáttaraukningu líkt og öðrum íbúum þessa lands.

Ég segi já.