149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:32]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins um að húsnæðismálin og átak í þeim séu lykillinn að góðu samkomulagi í komandi kjarasamningum hafa heildarfjárhæðir sem ríkisstjórnin ver til húsnæðisstuðnings nánast verið óbreyttar milli ára. Stjórnvöld verða einfaldlega að gera miklu betur og bæta húsnæðisstuðning og tryggja meiri og hærri stofnframlög. Það verður að byggja fleiri og hagkvæmari íbúðir og bregðast við því alvarlega ástandi sem er á markaðnum, ekki síst byggja upp leigumarkað án hagnaðarsjónarmiða. Þess vegna leggjum við í Samfylkingunni til að stofnframlög til almennra íbúða kerfisins aukist um milljarð, bæði til að mæta uppsafnaðri þörf en einnig til að mæta kröfum vinnumarkaðarins og liðka fyrir samningum í vetur.