149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:01]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Þessi tillaga er liður í tilraunum okkar til að bæta aðeins forgangsröðunina í þessu fjárlagafrumvarpi. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því að verja 162 millj. kr. í aukinn rekstrarkostnað Stjórnarráðsins á sama tíma og fjármagn vantar í fjölmörg önnur og brýnni málefni. Hér er því lagt til að ekki verði veitt aukið fjármagn til velferðarráðuneytisins þrátt fyrir áform ríkisstjórnarinnar eða samþykkt Alþingis um uppskiptingu þess.

Ég segi já.