149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:57]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég held að nauðsynlegt sé að hafa eitt á hreinu. Það er akkúrat verið að taka út verkfallsárið 2017 með nýju lögunum. Það er ekki verið að niðurgreiða vinnudeilur eins og hér var látið liggja að áðan og kemur mér á óvart að menn skuli tala á þann hátt. Eins kemur það mér á óvart að menn haldi því fram að það séu einhverjar gríðarlegar arðgreiðslur í sjávarútvegi þegar staðreyndirnar eru þær að sjávarútvegurinn hefur greitt sér minna í arð en aðrar atvinnugreinar, 21% á móti 31% á árunum 2010–2016. Þetta eru staðreyndirnar. Þetta eru ofsaarðgreiðslur í sjávarútvegi. Hann er hófsamari heldur en aðrar atvinnugreinar þegar kemur að arðgreiðslum. Menn skyldu hafa það í huga.