149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[17:04]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Inga Sæland svaraði ekki alveg spurningu minni, hvort hún teldi að það þyrfti bara að banna þungunarrof á Íslandi. En mig langar til að nefna eina dæmisögu.

42 ára gömul gift kona, þriggja barna móðir verður ófrísk, hyggst ekki vegna stöðu sinnar eða heilsu ganga með barnið. Hún þarf að fara til læknis. Hún þarf núna samkvæmt núgildandi lögum að hitta félagsráðgjafa, sem gæti jafnvel verið dóttir hennar, sem veitir henni fræðslu um getnaðarvarnir og kynfræðslu. Hún er kannski búin að lifa kynlífi í 30 ár jafnvel. Þetta er konan (Gripið fram í.) sem hefur ekki þann sjálfsákvörðunarrétt í dag til að fara í fóstureyðingu.

En mig langar til að árétta þessa spurningu: Telur hv. þm. Inga Sæland að þessar 1.041 (Gripið fram í: Fjórar.) — fjórar fóstureyðingar sem voru framkvæmdar í fyrra, að þar hefði kannski einhver átt að fá nei?