149. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2018.

Þjóðarsjóður.

434. mál
[18:28]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir yfirferðina í þessu mikilvæga og skynsama máli. Ég er með tvær stuttar fyrirspurnir til hæstv. ráðherra. Í fyrsta lagi: Hvar sér hann fyrir sér að sjóðurinn verði vistaður?

Síðan er í 8. gr. fjallað um að ekki skuli fjárfest í fjármálagjörningum sem gefnir eru út af fyrirtækjum eða stofnunum sem stunda eða eru viðriðin starfsemi sem stangast á við góða siði. Ég vil líka spyrja hæstv. ráðherra: Hver metur það? Hvað eru góðir siðir?