149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[10:52]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Um er að ræða tímamótaaðgerðir til stuðnings við íslenskuna og íslenskar bækur. Þessi aðgerð mun styrkja stoðir bókmennta í landinu með því að 25% af kostnaði verði endurgreidd við bókaútgáfu. Þessi aðgerð er algjört nýmæli og ég er sannfærð um að hún muni marka þáttaskil. Hún er liður í heildstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna.

Ég þakka nefndinni fyrir vel unnin störf og sérstaklega samstarf tveggja ráðuneyta, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins, og líka hversu breið samstaða er um þessa aðgerð. Ég er sannfærð um að hún muni bara leiða til góðs fyrir bækur og fólkið í landinu.