149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[15:55]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði í fjárlagaumræðunni, vandamál landsbyggðarsjúkrahúsanna er sameiginlegt. Við þurfum að leysa það í heild sinni. Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði gert, eins og hv. formaður fjárlaganefndar kom inn á.

Það er líka alveg ljóst að á Suðurnesjum munu menn ekki lifa á loforðum, þeir munu lifa á efndum. Það er mjög mikilvægt að þau loforð sem hér hafa verið gefin verði efnd. Og sá skilningur er mikilvægur sem fram kom í fjárlaganefnd í hádeginu frá ráðuneytisfólkinu og frá nefndinni. Þau eru að átta sig á því hve alvarlegt vandamálið er á Suðurnesjum. Ég trúi því og treysti að það verði leyst.