149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[15:58]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hér segja menn og hafa greitt um það atkvæði að þeir ætli ekki að nýta þennan glugga til að rétta við þá stöðu sem var ófyrirséð, bæði á Suðurnesjum og á Suðurlandi, en segja um leið að þeir ætli að vinna voða mikið í fjárlaganefnd og með framkvæmdarvaldinu að því að laga stöðuna.

Hér í þessum sal tökum við ákvarðanir um fjárveitingar í fjárlögum og fjáraukalögum en ekki í einhverju spjalli við heilbrigðisráðherra eða fjármálaráðherra. Stjórnarmeirihlutinn segir því: Við ætlum ekki að taka á þessum vanda á árinu 2019 en kannski gerum við það árið 2020. Það fer eftir því hvernig spjallið fer í nefndinni og við framkvæmdarvaldið.

Það eru ekki góð vinnubrögð. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)