149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[20:17]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Forseti. Þessi málflutningur meiri hlutans eru alltaf kómískur, því að verið er að auka, samkvæmt fjármálaáætlun, ríkisútgjöld um 190 milljarða, þegar við notum árið 2017 sem viðmiðun út árið 2021. Og það á að segja okkur að í því sé ekki hægt að koma fyrir 5–7 milljarða viðbótarútgjöldum í samgöngumál með réttri forgangsröðun. Það er augljóst að óráðsía ríkisstjórnarinnar í útgjöldum ríkissjóðs er algjör. Það er að koma á daginn sem fullyrt var hér af hálfu þó nokkurra þingmanna í minni hlutanum, að ekki væri hægt að standa við þau loforð án þess að ráðast í skattahækkanir. Við erum að sjá fyrsta dæmið um slíkar skattahækkanir með þá kólnun sem er að eiga sér stað í hagkerfinu þessa stundina, og er þetta alveg örugglega ekki síðasta skattahækkunin sem við munum sjá frá núverandi ríkisstjórn, því að vilji hennar til að leita leiða til að bæta ríkisreksturinn með einhverjum hætti virðist ekki vera nokkur.