149. löggjafarþing — 63. fundur,  6. feb. 2019.

lengd þingfundar.

[15:04]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Upphaflega var gert samkomulag fyrir jól um að ljúka afgreiðslu þessa máls í kringum mánaðamótin janúar/febrúar. Fyrir liggur mjög löng mælendaskrá og hefur forseti hug á því að tryggja að allir þingmenn sem hafa áhuga á því að taka til máls geti gert það. En til þess þarf nokkur fundahöld.

Forseta sýnist, í ljósi þess hversu seint umræða um dagskrármál hefst á degi eins og þessum, á miðvikudegi, að okkur verði lítið úr verki nema við fundum eitthvað fram á kvöldið. Forseti hafði hugsað sér að ræða við þingflokksformenn þegar líður á kvöldið og meta þá stöðuna, hversu margir eru eftir á mælendaskrá.

Til að öllu sé til haga haldið hefur forseti mikinn hug á því að Alþingi ljúki umfjöllun sinni um þetta mál áður en kjördæmavika gengur í garð og telur að seinna megi það varla vera eigi innstæður að teljast fyrir samkomulagi um að ljúka því um mánaðamótin janúar/febrúar. Er þetta sæmilega skýrt? (Gripið fram í: Þetta er skýrt.) Þetta er skýrt.