149. löggjafarþing — 66. fundur,  18. feb. 2019.

aðgangur fatlaðs fólks að réttarkerfinu.

369. mál
[17:21]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vek máls á því í þessu sambandi að réttindamálin skipta gríðarlega miklu máli og þá langar mig aðeins að tala um aðgang heyrnarskertra og heyrnarlausra að réttarkerfinu. Hér er frumvarp frá dómsmálaráðherra sem snýr að því að þeir aðilar hafi rétt á táknmálstúlkun í einkamálum. Það skiptir gríðarlega miklu máli. Það eru að verða liðin átta ár frá því að íslenska táknmálið var samþykkt sem opinbert fyrsta mál heyrnarskertra. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli, en það eru miklu fleiri hér á landi sem tala ensku eða annað erlent tungumál en þetta. Því er mjög mikilvægt að tekið sé á þessu eins og öðrum réttindum fólks með fötlun og aðrar sértækar aðstæður.