149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[19:23]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni andsvarið. Ég verð að viðurkenna að ég er á svipuðum stað og hv. þingmaður hvað varðar að skilja ekki tímaelementið í því máli sem liggur fyrir í dag. En það er margt annað sem er undarlegt í þessu og stenst illa skoðun eins og þetta horfir við manni.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann sem hefur verið utanríkisráðherra á fyrri stigum: Hvað um skilaboð eins og þessi, að gefast upp á lokametrunum og lyppast niður gagnvart þeim sem voru okkur erfiðastir í endurreisnarferlinu eftir hrun og samkvæmt því plani sem lagt var upp með 2015, hvað heldur hann um þau skilaboð sem send eru með þessum viðsnúningi? Gætu þau mögulega komið í bakið á okkur í annarri hagsmunagæslu á síðari stigum?