149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[22:47]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. Það er kannski ósanngjarnt af mér að spyrja hann um þetta en mér datt það bara í hug þegar hann veifaði í plaggi um losun fjármagnshafta sem árið 2015. Einnig kom mér í hug — nú hef ég verið að labba hérna fram og fá mér kaffibolla og hitta fólk úr öðrum flokkum og áðan gaukaði ónefndur maður því að mér af hverju við værum að standa í þessu ströggli. Það væri búið að ákveða þetta á öðrum stað, við yrðum bara að kyngja því.

Það er akkúrat það sem við viljum ekki kyngja. Mér finnst ekki gott að heyra það sagt í mín eyru þar sem maður er kjörinn af fólkinu í landinu til að taka á málum eins og þessum. Þá langar mig bara til að spyrja þingmanninn: Erum við ekki alveg sammála um það að við erum kjörnir fyrir fólkið í landinu og eigum að taka ákvarðanir því í hag?