149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[00:04]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Forseti. Ég verð nú að segja að það er ekki algerlega sanngjarnt af hv. þingmanni að spyrja þann sem hér stendur þessarar spurningar, búinn að fara í nokkrar ræður í kvöld og reyna að fá svör við þessum spurningum frá þeim sem vilja styðja þetta mál. Ég er ekki einn af þeim. Þar af leiðandi er erfitt að svara því hvers vegna ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að klára þetta.

Það er hins vegar rétt hjá hv. þingmanni að Grikkir, ágætt dæmi — auðvitað voru fleiri þjóðir sem voru píndar til að fara í ákveðið prógramm af hálfu þessa yfirþjóðlega bandalags, Evrópusambandsins — voru látnir taka lán og selja síðan innviði sína og eignir til þess að greiða þessum lánardrottnum til baka. Það er rannsóknarefni í rauninni og það liggur fyrir, bara þori ekki að segja töluna, ég man hana ekki alveg, en það er búið að velta því upp hversu mikið fjármálastofnanir sem lánuðu Grikkjum á þessum tíma voru í rauninni búnar að fá til baka af því sem þær lánuðu. Það eru gríðarlegar upphæðir. Sá klafi var lagður á þessa þjóð að greiða þessum aðilum til baka meðan við vorum með annað plan sem byggði á íslenskum hagsmunum.