149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[00:44]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Forseti. Komið hefur fram að stefnt hafi verið að því í október 2015 að hafa fyrsta uppboð á þessum eignum, krónueignum, en það hafi hins vegar dregist vel fram á árið 2016. Ég velti fyrir mér, og hv. þingmaður getur kannski rifjað það upp fyrir mig hvort það sé rétt sem mig minnir, að töluverð andstaða hafi verið í stjórnkerfinu við að fara þá leið sem farin var, þ.e. við losun fjármagnshaftanna, að nota kylfu og gulrót, eða hvaða nafn við gefum því. Að verið hafi svolítil andstaða innan kerfisins gagnvart því að fara þá leið. Getur verið að menn séu bara ekki nógu varkárir núna, að þeir sem vilja láta hlutina ganga (Forseti hringir.) gagnvart erlendum aðilum séu nú að fá sínu fram?